Um okkur
Hjá ATH Pípulögnum færðu faglega og hágæða þjónustu sérsniðna að þínum þörfum. Við leggjum áherslu á að veita þér framúrskarandi þjónustu, þar sem hverju verki er veitt sérstök athygli, ásamt því að áhersla er lögð á jákvætt og skemmtilegt andrúmsloft á faglegum nótum fyrir alla viðskiptavini okkar.
Okkar þjónusta
ATH Pípulagnir er með þau gildi og markmið að veita hágæðaþjónustu og vanda til allra verka.
ATH Pípulagnir sinna allri alhliða pípulagningaþjónustu og viðhaldi.
Hjá okkur er ekkert verk of lítið né stórt og erum við vel í stakk búnir til að takast á við öll þau verkefni sem við tökum að okkur.
Gildin okkar
Teymisvinna
Við höfum starfað með ótal mörgum iðnaðarstéttum og það verður að segjast eins og er að ekkert verk getur hafist né klárast nema með góðri samvinnu. Því leggjum við mikið upp úr faglegum samskiptum og samvinnu við alla.
Heiðarleiki
Við trúum á heiðarleika við viðskiptavini og gegnsæ vinnubrögð. Við lofum aldrei upp í ermina á okkur og stöndum alltaf við okkar orð og þjónustugildi.
Ástríða
Pípulagnir eru meira en eingöngu starf fyrir okkur. Það veitir okkur gífurlega mikla ánægjutilfinningu þegar viðskiptavinir okkar láta í ljós ánægju sína yfir fullunnu verki.
